Hackmann löðrungar heimilislausan

Hinn 82 ára gamli leikari og Óskarsverðlaunahafi Gene Hackman  löðrungaði heimilislausan mann í gær, en Hackman segir að maðurinn hafi komið að honum og eiginkonu hans Betsy með ógnandi hætti og hafi farið niðrandi orðum um konu hans.

Lögregluforinginn Andrea Dobyns sagði E! fréttaveitunni, að maðurinn sem fékk löðrunginn frá Hackman hafi hringt í lögregluna klukkan 1.30 eftir hádegi, og tilkynnt að hann hafi verið laminn af Gene Hackman.

Lögreglumenn komu á vettvang og ræddu málið við bæði þann heimilislausa, og Hackman, sem var þá sestur að snæðingi á veitingahúsi í grenndinni. Engin sérstök ummerki voru á heimilislausa manninum, samkvæmt fréttinni.

 

Stikk: