Rokkarinn Lenny Kravitz, 48 ára, hefur undirritað samning um að leika sálargoðsögnina Marvin Gaye í nýrri kvikmynd um ævi hans.
Myndin, sem verður í leikstjórn Julien Temple, mun fjalla m.a. um eiturlyfjafíkn Gaye, og segja frá því hvernig hann tókst á við þunglyndi, áður en faðir hans skaut hann og myrti.
Hlutverkið verður fyrsta aðalhlutverk Lenny Kravitz í kvikmynd, en hann hefur áður leikið aukahlutverk í myndum eins og The Hunger Games og í sjónvarpsþáttunum Entourage.
Gaye er þekktur fyrir lög eins og Sexual Healing og Let’s Get It On.
Julien Temple hefur áður gert heimildarmyndir um Ray Davies söngvara The Kinks, Joe Strummer söngvara The Clash og um The Sex Pistols.
Sjáið Marvin Gaye flytja lagið Sexual Healing hér að neðan á Grammyverðlaunahátíðinni árið 1983.

