Skyfall vinsælasta mynd allra tíma í Bretlandi

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, er nú orðin vinsælasta bíómynd allra tíma í Bretlandi.
Myndin sem sat áður á toppnum yfir vinsælustu myndir allra tíma þar í landi var Avatar með tekjur upp á 94 milljónir sterlingspunda, en nú um helgina sigldi Skyfall fram úr og er nú búin að þéna litlar 94,277 milljónir punda, eða jafnvirði rúmra 19 milljarða íslenskra króna. Skyfall þurfti 40 daga í sýningum til að slá metið, samanborið við að Avatar setti sitt met á 11 mánaða sýningartímabili.

Skyfall hefur nú þénað 870 milljónir Bandaríkjadala um allan heim, en best sótta James Bond myndin fyrir Skyfall, var Casino Royale, með 599 milljónir dala í tekjur.

Sjáið stikluna úr Skyfall hér að neðan: