Ótrúleg saga Arnel Pineda – Ný stikla

Ný stikla er komin fyrir heimildarmyndina Don´t Stop Believin´: Everyman´s Journey, en myndin fjallar um hina ótrúlegu sögu Filipeyska rokksöngvarans Arnel Pineda, sem fékk starf aðalsöngvara hinnar goðsagnakenndu rokkhljómsveitar Journey, eftir að þeir sáu hann syngja á heimavídeói á YouTube.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Don’t Stop Believin’: Everyman’s Journey segir þessa öskubuskusögu, en Pineda var algjörlega óþekktur eftirhermusöngvari á Filippseyjum þegar hann var uppgötvaður og ráðinn sem aðalsöngvari þessarar heimsfrægu hljómsveitar.

Lífið hafði ekki verið einfalt fyrir Pineda fram að þessu, en eftir að hann gekk til liðs við Journey þá þurfti hann að standa sig undir gríðarlegu álagi sem fylgir því að leiða jafn stórt band og Journey er.

Myndin hefur verið sýnd á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum síðan síðasta vor, en er væntanleg í bíó með vorinu.