Jennifer Lawrence í næstu mynd David O Russell

Samkvæmt vefsíðunni Deadline New York mun Jennifer Lawrence sameinast þeim Bradley Cooper og Christian Bale í næstu kvikmynd David O Russell sem ekki enn hefur fengið heiti. Þá munu þau Amy Adams og Jeremy Renner fara með aukahlutverk í kvikmyndinni.

Jennifer Lawrence og Bradley Cooper léku einmitt saman í síðustu mynd Russell, Silver Linings Playbook, en sú mynd hefur heldur betur slegið í gegn og hlaut 7 óskarsverðlaunatilnefningar, þar á meðal fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Lawrence), besta leikara í aðalhlutverki (Cooper) og bestu leikstjórnina (Russell).

Það verður því spennandi að sjá útkomuna hjá Russell og félögum en það er framleiðslufyrirtækið Atlas Entertainment sem sér um framleiðslu kvikmyndarinnar í samstarfi við Sony Pictures.