Nýjasta Die Hard kvikmyndin, A Good Day to Die Hard, var aðsóknarmesta kvikmyndin um liðna helgi í Bandaríkjunum en hún halaði inn 25 milljónum Bandaríkjadala, frá föstudegi til sunnudags. Gamanmyndin Identity Thief var í öðru sæti með rúmlega 23 milljónir dollara á meðan að dramatíska kvikmyndin Safe Haven sat í þriðja sæti með um 21,5 milljónir dollara í aðsóknartekjur.
Síðasta Die hard myndin, Live Free or Die Hard, halaði samtals inn 134,5 milljónum dollara í Bandaríkjunum á sínum tíma og því er það nokkuð krefjandi verkefni fyrir Bruce Willis og félaga að jafna þá aðsókn með þessari nýju viðbót.
Það er vefurinn E Online! sem greinir frá þessu.

