Big Lebowski fest í sjöunda sinn

Sjöunda árlega Big Lebowski fest verður haldið laugardagskvöldið 16. mars nk. í Keiluhöllinni, Egilshöll. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hátíðin sé haldin fyrir alla aðdáendur myndarinnar The Big Lebowski : „….á festinu sést fólk mæta í búningum sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, slappa af og skiptast á hinum ódauðlegu frösum úr einni mestu cult mynd allra tíma.“

The Dude með Hvítan Rússa í glasi.

Smelltu hér til að skoða stiklur og atriði úr myndinni.

Dagskrá:
19:00 – Mæting og skráning
20:15 – Lebowski Quiz
21:00 – Myndin „The Big Lebowski“ sýnd í HD.
23:00 – Keila
00:30 – Verðlaunaafhending
00:45 – Festinu lýkur – Rútuferðir á Lebowski Bar fyrir áhugasama achievers.

Miði A. kostar 2.950 kr.

Miði B. (með rútu) kostar 3.450 kr. (Rútuferð á Lebowski Bar innifalið) – ATH. takmarkað framboð

Innifalið í miðaverði er:
*Þátttaka í hátíðinni
*Keila
*Stór bjór
*Lebowski Dude bolur

Fjölmörg verðlaun verða veitt, m.a. fyrir fyrstu 3 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum sem við köllum: „Achiever verðlaunin“.

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu The Big Lebowski Fest.