Stöðugleikabúnaðurinn MōVI var kynntur fyrir stuttu og gæti hann breytt kvikmyndagerð til frambúðar. Búnaðurinn sem er sérhannaður fyrir kvikmyndatökur veldur engum hristingi þó að kvikmyndatökumaður sé á mikilli hreyfingu.
Til þess að ná stöðugum skotum á hreyfingu eru oft lagðir teinar og er það tímafrek vinna á tökustað, einnig eru til stöðugleikabúnaðir sem eru þungir og erfiðir í notkun. Það sem heillar kvikmyndagerðarmenn við MōVI er að hann er alltaf stöðugur, léttur og einfaldur í notkun, einnig sparar hann tíma, peninga og vinnu. Til þess að nota MōVI þarftu einungis eina manneskju sem meðhöndlar búnaðinn og aðra manneskju sem rammar inn með aðstoð skjás og fjarstýringar.