Rauður klútur í Feneyjum – plakat

Þeir sem hafa hugsað sér að skella sér til útlanda í lok sumars, og langar að gera eitthvað menningarlegt, þá er ekki úr vegi að stefna til hinna dásamlegu Feneyja á Ítalíu, en í lok ágúst fer þar fram hin rómaða kvikmyndahátíð í Feneyjum.

Nú rétt fyrir helgi var plakatið fyrir hátíðina opinberað, en hönnuður þess þetta árið er Simone Massi. Þemað í plakatinu er atriði úr mynd gríska kvikmyndagerðarmannsins Theodoros Angelopoulos, Eternity and a Day frá árinu 1998, og sýnir mann að veifa rauðum klút.

Hátíðin er nú haldin í sjötugasta skiptið.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

poster

Á plakatinu er einnig smærri mynd sem var á plakatinu í fyrra, en sú mynd er innblásin af kvikmynd Federico Fellini frá árinu 1983, E la nave va, eða And the Ship Sails On, sem var ein síðasta mynd þess mikla ítalska meistara.

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum er elsta kvikmyndahátíð í heimi, og stendur frá 28. ágúst til 7. september nk. Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar um hátíðina.