Ný stikla í fullri lengd er komin fyrir slagsmálamyndina Man of Tai Chi, sem leikstýrt er af Matrix stjörnunni Keanu Reeves sem einnig leikur eitt aðalhlutverkið.
Aðalhlutverkið í myndinni leikur Tiger Hu Chen, en þetta er fyrsta hlutverk hans í mynd í fullri lengd. Höfundur bardagaatriða er hinn goðsagnakenndi Yuen Woo-Ping, sem vann einmitt með Reeves við Matrix þríleikinn.
Reeves leikur þorparann að þessu sinni og með honum í liði er Simon Yam og Ko Uwais úr hinni grjóthörðu The Raid.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Myndin gerist í Beijing nútímans og fjallar um andlegt ferðalag ungs bardagalistamanns sem leikinn er af Chen, en hæfileikar hans færa honum bæði spennandi tækifæri og sársaukafulla valkosti.
Man of Tai Chi var frumsýnd í Kína fyrr á árinu, en ekki er búið að ákveða frumsýningardag í Bandaríkjunum, né Íslandi, svo vitað sé.