NBC sjónvarpsstöðin hefur pantað prufuþátt af dramasjónvarpsseríunni Tin Man frá handritshöfundi Transformers kvikmyndanna, Ehren Kruger.
Tin Man er vísinda – geð- og glæpatryllir sem gerist í nálægri framtíð. Þátturinn, eða þættirnir ef prufuþátturinn heppnast vel og verður að seríu, fjalla um vélmenni á flótta sem er ákært fyrir morð, en vélmennið gæti búið yfir upplýsingum sem snerta framtíðarþróun mannkyns. Hin aðalpersóna þáttarins er ungur kvenkyns lögfræðingur sem þarf nauðug viljug að hjálpa vélmenninu og standa vörð um réttindi þess.
Hafandi skrifað Transformers bíóseríuna, þá má gera ráð fyrir að Kruger viti eitt og annað um vélmenni og framtíðina. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þátturinn heppnast og hvort sería verður að veruleika!

