Opinskár Garrett

brad garrettBrad Garrett, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Everybody Loves Raymond og nú síðast úr gamanþáttunum How To Live With Your Parents, mun gera prufuþátt af gamansjónvarpsþáttaröðinni When the Balls Drop, en Garrett mun allt í senn leika í þættinum, skrifa handrit og framleiða.

Þátturinn sækir innblástur í væntanlega sjálfsævisögu Garrett með þessu saman nafni, When The Balls Drop, og fjallar á opinskáan hátt um lífið á seinni helmingi ævinnar í gegnum augu fráskilsins fjölskyldumanns og hvernig hann sameinar heimilislíf, vinnu og þann sprenghlægilegan raunveruleika sem fólk á miðjum aldri býr við.

Stikk: