Ástralski glæpamaðurinn Mark „Chopper“ Read er látinn 58 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbi. Chopper varð frægur á einni nóttu þegar búin var til samnefnd bíómynd um ævi hans með Eric Bana í aðalhlutverkinu. Bana sló einnig í gegn fyrst í þessu hlutverki.
Read eyddi 23 árum ævi sinnar bak við lás og slá fyrir margvísleg ofbeldisbrot, eins og vopnað rán, mannrán og skotárás á mann sem hann svo eftir á skutlaði á spítalann, eins og sagt er frá á SkyNews vefsíðunni.
Frægt varð þegar hann bað samfanga sinn að skera af sér eyrun þegar hann var í fangelsi. Hann var einnig sagður hafa verið veikur fyrir tólum eins og logsuðutækjum og töngum, í viðskiptum við óvini sína.
Read var aldrei dæmdur fyrir morð, en sagði eitt sinn að hann hefði drepið 19 manns. Hann sagði síðar að það hefðu bara verið fjórir.
Eftir að hann slapp úr fangelsi fyrir 15 árum síðan, varð hann farsæll glæpahöfundur og gaf út fullt af bókum byggðum á reynslu hans sjálfs.
Mark hefur lifað rólegu fjölskyldulífi sl. 15 ár með eiginkonu sinni Margareth og tveimur sonum. Hann vann fyrir sér sem rithöfundur, listmálari, og ræðumaður, borgaði skatta og sá um fjölskylduna.