Marcia Wallace, sem er hvað best þekkt fyrir að tala fyrir kennara Bart Simpsons í teiknimyndunum The Simpsons, Edna Krabappel, er látin. Hún dó í Los Angeles, og hefði orðið 71 árs gömul 1. nóvember nk.
Wallace vann Emmy sjónvarpsverðlaunin fyrir leik sinn í The Simpsons árið 1992.
Í yfirlýsingu sem Variety kvikmyndaritið vitnar til, segir Al Jean framleiðandi The Simpsons, hana hafa verið snjalla og elskulega.
„Það elskuðu hana allir í The Simpsons, og nú ætlum við að láta persónu hennar í þáttunum fara á eftirlaun,“ sagði hann.
Fyrr á árinu var sagt frá því að ein persónu úr þáttunum yrði látin deyja í seríunni sem er að fara í sýningar í Bandaríkjunum, en Jean segir að ekki hafi þar verið um að ræða persónu Wallace.
Fráfall Marciu er þessu algjörlega óviðkomandi, og er hræðilegur missir fyrir alla sem þekktu hana.“
Marcia var fædd í Creston, í Iowa, og flutti til New York eftir menntaskóla og fór að vinna í leikhúsi og síðar í sjónvarpsþáttum eins og Bob Newhart, ALF, Full House, Bewitched, Murphy Brown, The Brady Bunch, Taxi og Murder, She Wrote.
Hún kom fram í meira en 100 The Simpsons þáttum.
Hún lék einnig í nokkrum kvikmyndum, eins og t.d. My Mother the Werewolf, Teen Witch og The Ghoulies III: Ghoulies Go to College.
Hún lætur eftir sig einn son.