Næsta helgi 31. janúar – 2. febrúar verður tileinkuð meistaranum Brian de Palma í Bíó Paradís. Í boði verða þrjár úrvalsmyndir í leikstjórn Brian de Palma sem ómissandi er að sjá á hvíta tjaldinu.
Veislan byrjar á föstudaginn kl. 20.00 með sálfræðihryllinum Dressed to Kill frá 1980, þar sem besta morðsena Brian De Palma, að eigin sögn, er í þeirri mynd, en hann hefur leikstýrt þeim nokkrum. Laugardaginn 1. febrúar kl. 20.00 verður síðan hin margumtalaða Scarface sýnd, með Al Pacino í aðalhlutverki.
Helginni lýkur svo á Svörtum Sunnudegi líkt og lög gera ráð fyrir með Blow Out frá 1981 en Brian De Palma sagði að hugmyndin að þeirri mynd hafa kviknað þegar hann var að hljóðsetja Dressed to Kill.