Nýr leikur í febrúarblaðinu – Finndu sleðann!
Febrúarhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út en eins og ávallt er blaðið sneysafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í febrúarmánuði sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Einnig má sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira.
Að vanda er einnig skemmtilegur bíómiðaleikur í blaðinu, en hann snýst að þessu sinni um að finna mynd af sleða eins og þeim sem er á meðfylgjandi mynd, sem hefur verið komið fyrir einhvers staðar í Bíó- eða DVD hluta blaðsins.
Í vinning að þessu sinni eru 5 bíómiðar fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna.
Frestur til þátttöku er til og með 18. febrúar. Dregið verður af handahófi úr réttum lausnum þann 19. febrúar og verða vinningarnir póstlagðir til vinningshafa. Nöfn hinna heppnu verður síðan að finna í marsblaðinu og á Facebook-síðu okkar: facebook.com/myndirmanadarins.
Gangi þér vel!
Smelltu hér til að skoða Myndir mánaðarins

