Leikkonurnar Julianne Moore og Ellen Page munu leika samkynhneigt par í dramamyndinni, Freeheld. Moore hefur skrifað undir að leika í myndinni sem segir frá sögu lögreglukonunnar Laurel Hester (Moore) og veikri kærustu hennar Stacie Andree (Page).
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Moore hefur leikið samkynhneigða konu, því árið 2010 lék hún kærustu Annette Bening í kvikmyndinni The Kids Are Alright og uppskar mikið lof fyrir þá frammistöðu.
Page kom út úr skápnum á föstudaginn síðastliðin á ráðstefnu samkynhneigðra og transfólks í Las Vegas og flutti þar sterka ræðu um mannréttindi. „Ástæðan fyrir því að ég er hérna í dag, er sú að ég er samkynhneigð, og kannki get ég haft áhrif á aðra.“ var meðal þess sem hún lét út úr sér í ræðunni. Page hefur einnig sagt frá því að hún hafi átt bágt með að vera hún sjálf síðan hún slóg í gegn í kvikmyndini Juno, árið 2008.