Teiknarinn Josh Cooley tók sig til á dögunum og gerði bókina Movies R Fun. Bókin er sett upp og myndskreytt sem klassísk barnabók en með atriðum úr síður barnvænum kvikmyndum.
Teikningar og frasar úr myndum á borð við Alien, Fargo, Pulp Fiction, Shining og The Silence of the Lambs skjóta upp kollinum og ekkert er sykurhúðað.
Í auglýsingu sem gerð var fyrir bókina er stílað á að foreldrar geti loksins haft gaman að því að lesa fyrir börnin sín.
Cooley hefur starfað sem teiknari hjá teiknimyndarisanum Pixar um árabil og hefur unnið við myndir á borð við Up, Cars og The Incredibles.
Hér að neðan má sjá stórskemmtilegar teikningar úr bókinni.