Þessi Gullkorn birtust fyrst í Myndum mánaðarins:
Ég er slysasegull. Ég hef hryggbrotnað, rifbeinsbrotnað, brotnað á báðum fótum, handleggsbrotnað, úlnliðsbrotnað, fingur- og tábrotnað, nefbrotnað og höfuðkúpubrotnað.
– Orlando Bloom, um brotin.
Maður er í stöðugri baráttu við að sýna fram á að maður hafi meira til að bera en útlitið.
– Amber Heard, um baráttuna um hlutverkin.
Ég átti mér aldrei þann draum að verða leikari. Spáði aldrei í það. Löngu eftir að ég var byrjaður að leika var ég enn að velta því fyrir mér hvort þetta væri raunverulega
það sem mig langaði að gera. Smám saman sætti ég mig svo við þetta.
– Forest Whitaker, um upphaf leikferils síns og æskudrauminn.
Ef maðurinn þróaðist út frá öpum, af hverju er þá enn fullt til af öpum?
– Terrence Howard, að spekúlera.
Ég trúi ekki á guði en ég trúi á heppnina og ég trúi á karma, þ.e. að það góða sem maður gefur af sér muni að lokum skila sér til baka.
– Chris Pine, um trúna.
Ég kynntist breskum fótbolta fyrst árið 1990 þegar ég var í Englandi að leika í Hróa hattar-myndinni og starfsfélagar mínir fengu mig til að koma á Highbury að sjá einn leik. Stemningin á vellinum var einstökog meiri en ég hafði nokkurn tíma
upplifað á íþróttaleik. Síðan hef ég verið Arsenal-aðdáandi.
– Kevin Costner, um ástæðuna fyrir því að hann heldur með Arsenal í enskaboltanum.
Ég á mér engin leyndarmál. Ég var aldrei laminn, foreldrar mínir voru alltaf góðir við mig og glæpatíðnin í hverfinu var lág þannig að ég hræddist ekki neitt. Ég hafði aldrei um neitt
annað að hugsa en eitthvað fyndið.
– Will Ferrell, um æskuárin.
Mér mistókst allt annað.
– Harrison Ford þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að gerast leikari.
Um leið og maður byrjar að velta því fyrir sér hvað öðrum muni finnast um það sem maður er að búa til þá er maður eiginlega búinn að eyðileggja það fyrir sjálfum sér.
– Kristen Wiig, um listræna sköpun.
Ég var alltaf stillt og prúð. Eina sem ég man nokkurn tíma eftir að hafa gert
af mér var að halda ofurhetjupartí heima án leyfis.
– Carey Mulligan, um æskupörin.
Þetta var besta reynsla lífs míns.
– Oscar Isaac, um hvernig það hefði verið að leika undir leikstjórn Coenbræðra í Inside Llewyn Davis.
Ég er of fljótfær. Ég segi strax það sem ég hugsa. En stundum hugsa ég ekki strax það sem ég segi.
– Shia LeBeouf, um vandræðin sem hann hefur ratað í.
Besta fólkið til að fara með völd er fólkið sem vill þau ekki.
– Kit Harington, um völd.
Ég kvarta ekki yfir neinu. Ég hef verið heppnari en flestir.
– Orlando Bloom, um umkvörtunarefnin.
Síðan ég lék í The Matrix þá get ég ekki notað sólgleraugu án þess að allir þekki mig samstundis.
– Carrie-Anne Moss, um frægðina.
Facebook er líf mitt.
– Hailee Steinfeld, spurð að því hvort hún noti Facebook.