Tracy Morgan slasaðist í bílslysi

traceyBandaríski 30 Rock leikarinn Tracy Morgan er alvarlega slasaður eftir að hafa lent í sex bíla árekstri snemma í morgun í New Jersey, samkvæmt frétt CNN.

Að minnsta kosti einn lét lífið í slysinu samkvæmt lögregluvarðstjóranum Gregory William í lögreglunni í New Jersey.

Morgan er hluti af Saturday Night Live teymi NBC sjónvarpsstöðvarinnar, auk þess sem hann er einn aðalleikara í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum 30 Rock.