Fyrsta sýnishornið úr Paradise Lost var sýnt fyrir skömmu, en í myndinni fer Benicio Del Toro með hlutverk hins alræmda Pablo Escobar.
Myndin fjallar um breskan mann sem er leikinn af Josh Hutcherson, sem margir þekkja í hlutverki Peeta Mellark úr myndunum um Hungurleikanna. Þessi maður er á brimbrettaferðalagi um Kólumbíu þegar hann kynnist konu, þessi umrædda kona kynnir honum síðan fyrir frænda sínum, sem er enginn annar en kókaínbaróninn sjálfur.
Pablo Escobar má telja í hópi atkvæðamestu glæpamanna 20. aldar. Um tíma var hann mjög fyrirferðarmikill í kókaínviðskiptum, auðgaðist gríðarlega og fjöldi mannrána og morða skrifast á hans reikning.
Paradise Lost er leikstjórnarleg frumraun hins ítalska leikara Andrea Di Stefano. Myndin er áætluð í kvikmyndahús þann 15. október næstkomandi.
Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni.