Veggjalistamenn kæra Monty Python leikara

Þrír veggjalistamenn, þeir Jaz, Ever og Other, saka Monty Python leikarann og kvikmyndaleikstjórann Terry Gilliam um að ritstuld í nýjustu mynd sinni The Zero Theorem, samkvæmt frétt Deadline kvikmyndavefjarins.

2014-08-14-terry-gilliam

Kæra var lögð fram fyrir rétti í Illinois þann 12. ágúst þar sem listamennirnir þrír, tveir þeirra eru Argentínumenn og einn kanadískur, krefjast skaðabóta fyrir „blygðunarlausa misnotkun“ á verki sem þeir máluðu í sameiningu í Buones Aires árið 2010. Verkið má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Kvikmyndin, sem var tekin í Rúmeníu árið 2012 og verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði, er með þeim Christoph Waltz, Matt Damon og Tilda Swinton í aðalhlutverkum. Hún segir frá tölvunsnillingi sem býr í fyrrum kapellu. Ytra byrði kapellunnar er skreytt umræddri veggmynd, og er notuð ítrekað í kynningarefni fyrir myndina.

Gilliam, sem sló í gegn sem hluti af hinu rómaða breska grínteymi Monty Python, er nefndur sem gerandi í ritstuldinum, þó hann sé einungis einn af fleirum sem kærðir eru.

2014-08-14-Terry-Gillliam-2

Listamennirnir lýsa leikstjóranum sem „rað-ritþjófi“. Gilliam var kærður fyrir að brjóta gegn höfundarrétti í mynd sinni Twelve Monkeys árið 1995, en þar birtist stóll sem var sagður hafa verið byggður á teikningu eftir Lebeus Woods. Málið endaði með samningi.

Einkaleyfi var skráð fyrir veggmyndina í Argentínu í nóvember 2013, einu ári eftir að kvikmyndin var tekin.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan, en þar sést veggmyndinni einmitt bregða fyrir.