Waltz er illmennið í Spectre

Nú fyrir stundu var sagt frá því að illmennið í næstu Bond mynd, Spectre, verði leikið af tvöfalda Óskarsverðlaunahafanum Christoph Waltz. Persóna hans ber nafnið Oberhauser. Aðrir leikarar auk Daniel Craig sem leikur Bond, eru Dave Bautista og Monica Bellucci. Léa Seydoux leikur Madeline Swan. Þá leikur Sherlock leikarinn Andrew Scott MI5 fulltrúann Denbigh.

waltz

andrew battista belluci fiennes monica

 

Þá snýr Naomie Harris aftur sem Miss Moneypenny, og Ralph Fiennes sem M.

Tökumaður er sá sami og tók upp Interstellar eftir Christopher Nolan, Hoyte Van Hoytema.