Ashton Kutcher hefur yfirgefið umboðsfyrirtæki sitt Endeavour og farið yfir í CAA. Þetta kemur í kjölfar þess að Endavour náði að lokka til sín 3 af færustu umboðsmönnum í bransanum, en það virkaði ekki til að halda Kutcher á sínum stað.
Chris Rock yfirgaf einnig Endavour en Topher Grace úr That 70’s Show gekk til liðs við þá.
Ástæðan sem Kutcher gefur fyrir þessu er að hann vill ná betri árangri í kvikmyndaleik, en þátturinn Punk’D hefur haldið honum uppi að undanförnu á meðan velgengni hans í myndum í fullri lengd hefur látið á sér standa. CAA umboðsfyrirtækið er talið hafa meiri reynslu í þeim hlutum.
Næsta mynd Kutcher er myndin What happens in Vegas… sem Cameron Diaz leikur einnig í.

