Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í aprílhefti Mynda mánaðarins:
Julie Walters hefur hlotið fleiri BAFTA-verðlaun en nokkur annar, átta allt í allt, að meðtöldum heiðursverðlaununum sem hún hlaut 2003.
Benedict Cumberbatch lék sitt fyrsta hlutverk í skólaleikriti þegar hann var þrettán ára. Þá lék hann Tataniu álfadrottningu í Draumi á jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Þess má geta að Benedict þykir herma eftir Alan Rickman betur en flestir aðrir.
Keira Knightley átti í raun að heita Kiera en móðir hennar skrifaði nafnið vitlaust á fæðingarvottorðið.
Mark Strong heitir fullu nafni Marco Giuseppe Salussolia. Hann er fæddur í London en faðir hans er ítalskur og móðirin frá Austurríki. Hann talar þýsku algjörlega hnökralaust.
Julianne Moore tók bílpróf 27 ára, lærði að synda 28 ára, lék í sinni fyrstu mynd 30 ára og eignaðist sitt fyrsta barn 37 ára.
Seinna nafn Amöndu Seyfried er rétt borið fram sem „Sigfríd“. Hún segir að ef hún hefði ekki gerst leikkona hefði hún viljað verða veðurfræðingur.
Christian Bale er þekktur fyrir að vera í karakter allan tímann á meðan hann
vinnur að mynd, líka þegar hann er utan sviðs og í viðtölum. Hann hefur aldrei lært leiklist í skóla.
Olivia Wilde er með bæði írskt og bandarískt ríkisfang. Eitt af áhugamálum hennar eru gamlir bílar og hún á eintak af 1958-árgerð af Chevy Biscayne og 1959-árgerð af
Thunderbird blæjubíl.
Tom Berenger er fjórgiftur og á sex börn. Eitt af helstu áhugamálum hans er sagnfræði og hann talar reiprennandi ítölsku og spænsku.
Jennifer Lopez er eina konan sem hefur bæði leikið í aðsóknarmestu myndinni og átt plötu í efsta sæti Billboard-listans í sömu vikunni.
Foreldrar Billys Crudup skildu þegar hann var þrettán ára og giftust svo aftur þegar hann var 18 ára.
Christoph Waltz er fyrsti leikarinn í James Bond-mynd sem hefur unnið tvo Óskara á ferli sínum, en hann leikur hinn illa Oberhauser í næstu Bond-mynd, Spectre.