Shia LaBeouf í nýrri mynd

Shia LaBeouf mun leika í nýrri mynd frá Universal sem ber nafnið Dark Fields. Myndin mun vera spennutryllir. Neil Burger leikstýrir, en hann leikstýrði síðast The Illusionist með stórleikaranum Edward Norton í aðalhlutverki.

Sagan er byggð á samnefndri bók frá árinu 2002 eftir Alan Gynn og segir frá ungum manni sem kemst yfir töflu sem gerir honum kleift að gera magnaða hluti.

Við munum næst sjá Shia í Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull og Eagle Eye.