Náðu í appið
27
Bönnuð innan 12 ára

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull 2008

(Indiana Jones 4, Indiana Jones IV)

Frumsýnd: 22. maí 2008

In May, the adventure continues.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Fjórða ævintýri fornleifarfræðingsins Indiana Jones. Að þessu sinni snýst eltingarleikurinn í kringum hina alræmdu kristalshauskúpu. Myndin gerist á meðan á kalda stríðinu stendur, þegar sovéskir útsendarar fylgjast með Prófessor Henry Jones og sjá þegar ungur maður kemur með dulkóðuð skilaboð til hans frá öldruðum, geðveikum samstarfsfélaga, Harold... Lesa meira

Fjórða ævintýri fornleifarfræðingsins Indiana Jones. Að þessu sinni snýst eltingarleikurinn í kringum hina alræmdu kristalshauskúpu. Myndin gerist á meðan á kalda stríðinu stendur, þegar sovéskir útsendarar fylgjast með Prófessor Henry Jones og sjá þegar ungur maður kemur með dulkóðuð skilaboð til hans frá öldruðum, geðveikum samstarfsfélaga, Harold Oxley. Undir forystu hinnar eitursnjöllu Irina Spalko, þá elta Sovétmenn Jones og unga manninn, Mutt, til Perú. Með kóða Oxley, þá finna þeir goðsagnakennda hauskúpu sem gerð er úr heilum kvarts steini. Ef Jones tekst að fara með hauskúpuna á sinn rétta stað, þá fer allt vel; en ef Irina nær hauskúpunni og fer með hana á upprunalegan stað sinn, þá fær hún krafta sem gætu skapað mikla hættu fyrir hinn vestræna heim. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Eitt orð.... vonbrigði!!!!
Þessi mynd eru einhvern mestu vonbrigði sem ég hef fengið á árinu... Ég get samt ekki sagt að mér finnst hún vera versta mynd sem ég hef séð. Bara ekki góð

svona fyrstu 40 mínúturnar leist mér svona lala á þetta nema hvað húmorinn var þvingaður.... svo byrjaði geimverutalið og trúðalætin í john hurt(og ég vil ekki ræða þetta með ískápinn!) svo byrjaði ennþá þvingaðri húmor fáranleg bluescreen atriði og fleira ég elska fyrri myndirnar og þessi er bara lélega skrifuð afsökun til að eyðileggja gott "franchise" og að mjólka ennþá meiri pening úr lélegri hugmynd...

SKAMMASTU ÞÍN LUCAS!!!! og já er steven spielberg orðinn of gamall eða bara elliær?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Misheppnuð og hálf slöpp
Indiana Jones snýr aftur eftir 19 ára fjarveru og vildi ég geta sagt að Harrison Ford, George Lucas og Steven Spielberg hefðu engu gleymt en ég bara get það ekki. Þessi karakter er bara búinn að glata neistanum og það er engu líkara en að Ford og þeir hefðu haldið að hatturinn og svipan væri alveg nóg en það er bara rangt hjá þeim. Þetta er lélegasta myndin í seríunni án alls vafa en Temple of Doom er að mínu mati sú besta í seríunni. Mér finnst reyndar Raiders of the Lost Arc vera frekar ofmetin þó að hún sé töluvert skárri en þessi. Það sem gerir þessa mynd vonda er handrit sem skortir öll skemmtilegheit og persónusköpun og einnig er myndatakan ekkert sérlega góð. Ford nær Indiana Jones ekki eins vel og í gömlu myndunum og Shia Labeouf er ekki góður, karakter hans er bara eitthvað svo hallærislegur og illa skrifaður að það er komið út fyrir allan þjófabálk. Karen Allen er í hálf leiðinlegu hlutverki(sama persónan þó og í fyrstu myndinni) en ég verð að viðurkenna að mér finnst John Hurt ekki sem verstur í þessari mynd þó að hann nái ekki að vera þessi comic relief sem honum var ætlað. Þrátt fyrir allt þá er Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull alls ekki ömurleg og held ég að mikill og flottur hasar komi þar við sögu þannig að ég teygi einkuninna upp í 5/10 sem þýðir u.þ.b. ein og hálf stjarna þó að myndin eigi kannski annars minna skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vonbrigði er of væg lýsing
Ég sá Indy 4 með meiri kvíða heldur en tilhlökkun satt að segja þar sem að ég fíla gamla þríleikinn í botn og á margar góðar æskuminningar með honum. Raiders of the Lost Ark er t.a.m. ein uppáhaldsmyndin mín og að mínu mati skemmtilegasta Spielberg-myndin. Ekki besta, en hiklaust sú skemmtilegasta. Ég dýrka þá mynd svo mikið og væri til í að ganga svo langt með að segja að ég hafi misst sveindóminn með hana í gangi, en það væri víst lygi. Liðin eru allavega 19 ár síðan Indy kom seinast í bíó, og 27 ár frá því að hann var fyrstur kynntur til leiks. Æ, vitið þið... Ég ætla ekki að teygja þetta lengra, en persónulega finnst mér að það hefði átt að sleppa comeback-inu!

Já, Því miður... Lesendur. Verið ósammála mér eins og þið viljið eða kallið mig vitskertan fyrir að segja þetta en Indy 4 var vægast sagt ekki góð kvikmynd. Hún var ekki einu sinni skemmtileg kvikmynd að neinu leyti. Ég veit það vel að maður á ekki að vera of gagnrýninn og bara "njóta myndarinnar." Málið er að ég einfaldlega gat það ekki og hér eru ástæðurnar:

- Myndin er alltof mikið rugl! Hún er svo hrikalega kjánaleg að National Treasure-myndirnar líta út eins og pólitískir þrillerar í samanburði. Ég myndi kannski ekki kalla Indy 4 heimska, en kjánalega? Ójá!

- Yfirdrifinn hasar sem er svo skelfilega ýktur og hallærislegur að það er sárt á augun (kjarnorkusprengja? blývarinn ÍSKÁPUR?? Fossarnir þrír !? Ertu að djóka í mér...??).

- Þvinguð persónusamskipti og fyrirsjáanlegt samspil á milli titilpersónunnar og Shia LaBeouf. Samtölin hjá Harrison Ford og Karen
Allen voru sömuleiðis bjánaleg. Eins og að horfa á lélegan gamanþátt á RÚV.

- Illmennið (Cate Blanchett) er þunnt, persónuleikalaust, stereótýpískt og óáhugavert! Pass.

- Söguþráðurinn virkaði heldur ekki eins... tjah... "trúverðugur" og í fyrri myndunum. Maður einhvern veginn keypti gömlu hugmyndirnar þrátt fyrir að fara svolítið yfir strikið, en hér fóru þeir alveg með það. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því hvað George Lucas og Steven Spielberg deila sterkum áhuga fyrir geimverum.

- Húmorinn í myndinni var píndur... Mjög! Atriðið í sandgryfjunni með Ford og Allen var frekar fíflalegt og John Hurt er til skammar með sín trúðalæti í öllum senum þar sem að fólkið var í hættu.

Jæja, snúum okkur að því góða við myndina:

- Útlitið er fínt.
- Myndataka meistarans Janusz Kaminski er mjög flott.
- Áhættusenurnar flottar.
- Öflug tónlist frá Williams að venju.

Ha?! Ekkert meira? Hvað með Ford sjálfan. Stóð hann sig? Vitið þið, neeee... Hann var bara of góður með sig út alla myndina. Hann "lék" ekki Indy, heldur hugsaði hann bara: "Ég er íkonísk hetja með hatt og svipu. Allir elska mig." Það kom mér reyndar á óvart hvað Shia LeBeouf var fínn. Hann leikur í raun bara sjálfumglaðari útgáfu af Transformers-persónu sinni, og miðað við hvað hann fær vonda frasa er ótrúlegt hvernig hann nær að redda sér. Karen Allen er aftur á móti vandræðaleg í hlutverki sem hún eitt sinn stóð sig svo vel í. Hún hefur vissulega ekki leikið af miklu viti síðastliðin ár, og það sést miðað við ofleik hennar.

Yfir heildina er erfitt að kalla Kingdom of the Crystal Skull eitthvað annað en vonbrigði. Þetta eru einhver stærstu vonbrigði síðan... (dirfist ég að segja það?) The Phantom Menace. George Lucas hefur stungið puttanum í alls konar viðbjóð yfir ferilinn, og aðeins Howard the Duck myndi ég segja að væri verri en þessi.

Þessi mynd gerði mig virkilega pirraðan, eins og kannski má sjá! Ég er ekki vanur að skrifa svona reiðar og klunnalega skrifaðar umfjallanir en þessi mynd nauðgaði æskumyndunum mínum á svo brútal máta að ég get ekkert að því gert. Hún algjörlega eyðileggur síðasta skotið í The Last Crusade, sem var greinilega (á þeim tíma a.m.k.) merki um að serían væri að enda. Líka, vegna þess að þessi fjórða mynd er nokkurn veginn beint framhald af Raiders þá er voða erfitt að horfa á þá mynd aftur án þess að hugsa til þessarar myndar, sem gerir mig ennþá pirraðri.

3/10 - Sorrý Steve... Og skammastu þín, Lucas!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frá mér
Þessi mynd er svolítið öðruvísi en hinar Indiana Jones myndirnar. Þessi mynd fær 7.0 frá mér í einkunn, hún lækkaði aðallega í einkunn fyrir lélegar tæknibrellur og Spielberg missir sig stundum aðeins of mikið í bölvuðum geimverunum sínum. Þessar geimverur eru ekki alveg að makea það. Líka fannst mér konan sem var alltaf í gráa búningnum vera svo böggandi, ég fékk alltaf í augun á því að horfa á hana.

Rumpur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki sammála
Get nú ekki verið sammála þér Eysteinn þessi mynd var fínasta skemmtu og honum tókst að gera hana þannig að það var eins og hún hafi verið tekið upp rétt á eftir hinum myndunum fyrir utan tæknibrellur atriðininn en maður svosem bjóst við "spoiler"!!

Að sjá eitthvað rugl t.d. geimverur þar sem Spielberginn hefur fetish fyrir geimverum en síðan hvenær hefur Indiana jones verið raunhæfar myndir?
En ég gef henni 7.5/10 hefði gefið henni 8 ef Shia LaBeouf hefði ekki verið með fýla hann ekki.
En ískápa atriðið var bara stórkostlegt þótt maður hafi hlegið af ruglinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.09.2016

Óánægður með Spielberg myndirnar

Kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf segir, í nýju samtali við Variety kvikmyndaritið, að honum líki ekki við neina mynd sem hann hefur unnið með kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg, að einni undanskilinni: fyrstu Transformers m...

15.03.2016

Indiana Jones snýr aftur 19. júlí 2019!

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur nú tilkynnt opinberlega að ný Indiana Jones mynd, sú fimmta í röðinni, með Harrison Ford enn á ný í titilhlutverkinu, verði frumsýnd 19. júlí árið 2019. Ford verður orðinn 77 ára...

21.02.2015

Spielberg vill Pratt sem Indiana Jones

Steven Spielberg er sagður ætla að leikstýra endurræsingu á Indiana Jones myndunum, og sagt er að hann vilji fá Guardians of the Galaxy leikarann Chris Pratt til að leika hinn ævintýragjarna fornleifafræðing Dr. Jones...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn