Gagnrýni eftir:
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði 
Ég er af kynslóðinni sem ólst upp við þessar gömlu hetjur. Hvort sem það er Die Hard, Rocky, Rambo eða Indiana Jones. Þríleikurinn um ævintýri Indiana Jones hefur lengi verið í mínum toppsætum um bestu myndir, þar sem Leitin að týndu örkinni standa upp úr. Það er ekki verið að skella brjáluðum tæknibrellum á mann. Það eru liðin 19 ár síðan við sáum Indiana Jones síðast í Last crusade. Gerist þessi einmitt 19 árum síðar. Jones(Ford) Kominn á eftirlaunaaldurinn og ætla að njóta þess að kenna á Marshall skólanum. En þegar fortíðin fer að banka á bakið á honum neyðist hann til að rífa upp svipuna og sexhleypuna, þegar ungur ævintýramaður að nafni Williams dregur hann í svaðilför með KGB á hælunum að leita að kristalhauskúpu með yfirnáttúrulega krafta. Ætla ég ekki að fara nánar í söguþráðinn. Þegar myndin fór að rúlla kom gamli fílingurinn aftur og leið myndin áfram eins og fyrri myndirnar. Það er mikill galli yfir myndinni. Maður að nafni George Lucas var einn af pennum handritsins og skemmir það myndina. Myndin heldur ekki dampi og síðustu 20 mínúturnar af myndinni er bara bull. Harrison Ford hefur ekkert gleymt og gerir hann sem gera þarf. Aðrar persónur eru kllisjukenndar og leiðinlegar. Eftir miklar (kannski of miklar eftirvæntingar) eftirvæntingar er þessi mynd vonbrigði ársins. Þegar maður gekk út var ég hálf feginn að komast út. Aðra eins nauðgun á einni af frægustu persónu hvíta tjaldsins hef ég ekki séð. Var maður fyrir miklum vonbrigðum með Spielberg. Ég er ennþá reiður yfir meðferðinni. Horfði á Raiders þegar heim var kominn, til að fá gamla Jones fílinginn. Raiders 4 stjörnur en Crystal Skull fær eina.
Elektra0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Satt að segja bjóst ég við meiru þarna. Eftir að hafa bjargað Daredevil frá brotlendingu, hélt ég að Garner færi á svipað plan. En í handritinu er fátt um fína drætti fyrir Garner til að gera einhverjar rósir. Þegar ég steig upp úr stólnum var mér hvorki skemmt né leiddist mér. Myndin byrjar heldur rólega en nær engu flugi. Ræman rennur í rólegheitum í gegn. Maður nær þó að gleyma stað og stund. En Flopp nr.2 frá Marvel.
Hellboy0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá Hellboy núna í kvöld. Verð að segja margt er gott við þessa mynd. Pearlman var fínn sem Hellboy. Myndin byrjar af krafti en síðar er eins og allur kraftur fari úr ræmunni. Lokakaflinn var bara rugl. Hefði átt að nota Rasputin miklu meira. Lokakaflinn og flatur söguþráður dregur myndina niður. Hef heyrt um að framhald sé á leiðinni en þeir verða að gera miklu betur.

