Ready Player One (2018)
"A better reality awaits."
Ready Player One gerist árið 2045 þegar alvarlegur orkuskortur og loftslagsbreytingar hafa haft neikvæð áhrif á líf flestra jarðarbúa.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Ready Player One gerist árið 2045 þegar alvarlegur orkuskortur og loftslagsbreytingar hafa haft neikvæð áhrif á líf flestra jarðarbúa. Við kynnumst hér hinum unga Wade Watts sem eins og milljónir annarra býr við kröpp kjör í Oklahómaborg. Til að gefa hversdagslífi sínu tilgang flýr Wade ásamt öllum öðrum sem það geta inn í tölvuveröldina Oasis eins oft og hann getur og leitar þar m.a. vísbendinga um hvar skapari Oasis, James Halliday sem lést fimm árum fyrr, hafi falið svokallað „páskaegg“, en James hafði lofað þeim sem fyndi það fullum yfirráðum yfir Oasis og öllum sínum eigum sem eru metnar á 500 milljarða dollara. Til að finna eggið þarf samt fyrst að finna vísbendingarnar sem eru í formi þriggja „lykla“. Dag einn uppgötvar Wade, sem notar nikkið Parzival þegar hann er í Oasis-heiminum, hvar fyrsta lykilinn að leyndardóminum er að finna. Upp frá því breytist líf hans og tilvera hans algjörlega og á þann hátt sem hann hefði sjálfur aldrei getað ímyndað sér ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

































