The Fabelmans (2022)
Hálf ævisöguleg mynd sem byggist á uppvexti Steven Spielberg í Arizona á eftirstríðsárunum, þegar hann var á aldrinum sjö til átján ára gamall.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Fordómar
Blótsyrði
Ofbeldi
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Hálf ævisöguleg mynd sem byggist á uppvexti Steven Spielberg í Arizona á eftirstríðsárunum, þegar hann var á aldrinum sjö til átján ára gamall. Hinn ungi Sammy Fabelman kemst að ógnvænlegu fjölskylduleyndarmáli og skoðar hvernig kvikmyndirnar geta hjálpað okkur að sjá sannleikann um hvort annað og okkur sjálf.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Steven Spielberg segir að þó að hann og Tony Kushner hafi rætt um kvikmyndina í mörg ár, þá hafi það verið í COVID-19 faraldrinum árið 2020 sem hann hafi ákveðið að skrifa handritið með Kushner frá byrjun, á meðan rólegt var hjá honum. Tvíeykið sat heima og skrifaði í útgöngubanni og kláraði það á tveimur mánuðum.
Á meðan að á tökum stóð fékk leikaraliðið aðgang að heimamyndböndum, ljósmyndum og ýmsu öðru frá fjölskyldu Steven Spielberg til að átta sig betur á því hvernig lífið var hjá fjölskyldunni. Paul Dano sagði m.a.: ... Fyrir einhvern eins og Steven að deila svo miklu úr eigin lífi með okkur - og áhorfendum - var reglulega djúpstæð reynsla.
Seth Rogen sagði blaðamönnum að Steven Spielberg hafi oft komist við á tökustað. \"Þetta var mjög tilfinningarík reynsla. Hann grét mikið.\" Og svo bætti hann við. \"Þetta er beinlínis byggt á lífi hans og allt sem gerist í kvikmyndinni er eitthvað sem kom fyrir hann. Á meðan að á tökum stóð sagði ég kannski; \"Gerðist þetta í raun og veru?\"
og svarið var \"Já, alltaf.\"
Fyrsta mynd Steven Spielberg sem frumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Líklega er þetta ein síðasta myndin sem Spielberg og tónskáldið John Williams gera saman en samkvæmt fréttum þá hyggst Williams, sem verður 91 árs í febrúar 2023,
hætta að semja kvikmyndatónlist eftir að hann klárar tónlistina fyrir Indiana Jones and the Dial of Destiny (2023). Hann bætti við að það væri aldrei auðvelt að segja nei við Spielberg .
Höfundar og leikstjórar

Steven SpielbergLeikstjóri

Tony KushnerHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Amblin EntertainmentUS
Reliance Entertainment
Verðlaun
🏆
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd, Michelle Williams sem besta leikkona í aðalhlutverki og Spielberg fyrir leikstjórn.

























