Náðu í appið
27
Bönnuð innan 12 ára

Indiana Jones and the Last Crusade 1989

(Indiana Jones 3)

Have the adventure of your life keeping up with the Joneses

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur. Var tilnefnd til tveggja óskara til viðbótar; fyrir hljóð og tónlist. Sean Connery var tilnefndur til BAFTA verðlauna, en myndin fékk 3 BAFTA tilnefningar.

Ævintýramaðurinn, ofurhuginn, fornleifafræðingurinn og háskólaprófessorinn Indiana Jones, fær í hendur dagbók sem inniheldur vísbendingar og kort án nafna, sem á að leiða til hins dularfulla heilaga kaleiks, sem talið er að Jesú hafi drukkið af ásamt lærisveinum sínum við síðustu kvöldmáltíðina. Jones fékk dagbókina senda frá föður sínum, Dr.... Lesa meira

Ævintýramaðurinn, ofurhuginn, fornleifafræðingurinn og háskólaprófessorinn Indiana Jones, fær í hendur dagbók sem inniheldur vísbendingar og kort án nafna, sem á að leiða til hins dularfulla heilaga kaleiks, sem talið er að Jesú hafi drukkið af ásamt lærisveinum sínum við síðustu kvöldmáltíðina. Jones fékk dagbókina senda frá föður sínum, Dr. Henry Jones, sem býr á Ítalíu. Indiana fréttir það frá einkasafnara, Walter Donovan, að leiðangur sem Henry Jones fór fyrir þar sem átti að reyna að finna kaleikinn, hafi misheppnast, og Henry Jones hafi týnst. Indiana Jones og safnstjórinn Marcus Brody fara til Ítalíu til að leita að Jones eldri. Þeir finna Henry Jones á yfirráðasvæði Nasista, og björgunarleiðangurinn snýst upp í keppni um að finna kaleikinn á undan Nasisstum - en þeir ætla sér að nota hann til að ná heimsyfirráðum. Með dagbókina sér við hlið lendir Jones nú í æsilegri ævintýrum en nokkru sinni fyrr. ... minna

Aðalleikarar

Vissir þú

Lucas,Spielberg, Ford og Connery
George Lucas, Steven Spielberg, Harrison Ford og svo Sean Connery gerist það eitthvað betra ? Indiana Jones er eitt af óteljandi meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í þessari Indiana Jones mynd þá er Henry Jones (Connery) rænt af Nasistum og þegar að Indiana Jones fréttir af því þá þarf hann að láta Nasistana fá handbókina hans Henry Jones því að í henni eru allar þessar helstu goðsagnir veraldar og þeir þurfa svo að fást við eina mjög flókna og líka ótrúlega þraut ef I. Jones vill fá faðir sinn heilan á húfi. Í byrjun þá fáum við að sjá hvernig Indiana Jones fær sitt fræga ör (Örið sem Harrison Ford er með á hökunni) og svo byrjar sagan eftir það.

Það þarf ekki að segja neinum um fornleifafræðinginn Indiana Jones og hans ævintýri. Um leið og myndir er byrjuð þá byrjar ævintýrið stóra og þá er myndin á engan hátt langdregin. Þarna fer Harrison Ford með eitt sitt besta hlutverk sem hann hefur tekið að sér en ég persónulega fýla miklu betur Han Solo en það er bara smekksatriði.
Sean Connery betur þekktur sem James Bond fer með stórt hlutverk og hann nær að túlka Henry Jones í drasl. Hvaða kvikmyndaáhugamaður væri til í að vera viðstaddur tökurnar á Indiana Jones en því miður er þessi Indiana Jones ekki síðasta eins og hún ætti að vera en vinirnir Steven Spielberg og George Lucas ákváðu að gera aðra Indiana Jones og svo aðra sem er eftir að koma en þeir voru þá búnir að lofa að sú verði sú síðasta sem betur fer.
Sagan og allt það gengur mjög vel upp og allt í kringum það.

Það er vægast sagt betra ef þeir hefðu stytt hana um c.a. 2 - 3 min ekki mikið meira en það. Það er næstum allt gott við hana en því miður er hún ekki alveg fullkominn en ef þeir hefðu bætt og lagað þessa "skot brandara" og sett betri brandara inná milli þá hefði hún verið fullkominn og tekið þessar 2 - 3 min af þá myndi ég segja að hún væri þessi hin fullkomna mynd.
Indiana Jones and the Last Crusade er þriðja myndin í þessari seríu og ekki sú besta fyrsta er lang best að mínu mati og svo þessi.
Ef þú ert ekki búinn að sjá Indiana Jones and the Last Crusade þá skaltu gera það núna !!!!

Einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Indiana Jones leitar föður síns og hins heilaga kaleiks í þriðju og að mörgu leyti bestu myndinni um ævintýri fornleifafræðingsins knáa. Skemmtilegur inngangur skýrir hvernig hetjan fékk nafnið, svipuna, hattinn, fornleifaáhugann og snákafóbíuna svo nokkur skrásett vörumerki séu nefnd. Hinn dramatíski þáttur er byggður á stirðbusalegu sambandi föður og sonar en restin er hreinn eltingarleikur með hvern æsilegan og glæsilegan hápunktinn á fætur öðrum. Harrison Ford er frábær að vanda í hlutverki Jones, og það er Sean Connery líka, sannkölluð vítamínsprauta myndarinnar. Síðasta krossferðin er mynd til þess að skemmta sér á og vertu viss, hún á eftir að skemmta þér rækilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Indiana Jones er kominn aftur í þessu ævintýri og þessi er kannski ofbeldidullasta af þeim öllum en hún er samt fyndin og skemmtileg. Indy (Harrison Ford) er að leita að pabba sínum (Sean Connery) en hann er einhversstaðar í Feneyjum. Han finnur hann og þeir ætla að finna bikarinn með blóði Krists og þurfa að fara í gegnum þrautir. En svo fatta þeir að nasistarnir (sem Indy hatar) eru á eftir þeim og þurfa þá að berjast við þá og þrautirnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sú þriðja og næstbesta af þessari þríleik. Hér er Indiana Jones (Harrison Ford) ráðin til að finna The Holy Grail, Kaleik lífsins,en hann getur læknað sár og gefið manni eilíft líf og það vekur athygli nasista sem koma að leita að honum. Þetta er nokkuð flott og vel skrifuð mynd og er þess virði að sjá. Hann gerir góða hluti hann Spielberg og hann sannar það sko innilega með þessari.

Sjáið þessa !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör snilld.

Harrison ford stendur sig alveg príðilega og sean conery er líka alveg frábær.

Það skemtilega er að hún gerist á tímum Nasista.

Hún er bara frábær í alla staði og verð eg líka hrósa því að það var mjög lítið um tölvubrellur á þessum tíma þegar þessi mynd var gerð samt sem áður voru alveg ótrulega flott atriði í henni.

Það fer bara alveg rosalega í taugarnar á mér að það er verið að ofnota tölvubrellur eins og í Star wars 2.

Eg gef þessari alveg hiklaust 31/2 stjórnur.

Besta Æfintyra mynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn