Gagnrýni eftir:
Last Action Hero
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eg held að þetta fólk sem skrifaði á undan mer veit ekkert hvað það er að tala um. Last action hero er alveg frábær mynd og kemmur með mörg skírskot á aðrar myndir. Það er alveg frábær humor í þessari mynd og held eg að fólkið sem skrifaði herna á undann mer var of ungt til þess bara hreinlega að fatta þennan frábæra humor sem þessi mynd hefur. Ein af bestum myndum hans arnolds, og er þetta ein af þessum fáum myndum sem börn leika í og fara ekki í taugarnar á mer. Eg mæli með þessari fyrir alla eldri en 14 ( allir aðrir fatta örugglega ekki humorinn ). Frábær skemmtun.
Hero
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hero er mjög góð mynd í alla staði, samt fannst mer hún stundum ganga of langt í að reyna að vera listræn. Persónulega fannst mer crouching tiger míkið skemmtilegri. það voru margar sénur í hero sem voru ónauðsinlega langdregnar. Samt er Hero mjög góð og gaman að horfa á einhverja mynd sem er ekki frá bandarikjunum. Eg mæli alveg með Hero þrátt fyrir örfáum langdregnum sénum. Hero hefu allt sem stórmynd þarfnast e.t.c : Stóra og flotta bardaga flotta kvikmyndatöku flottar tæknibrellur. Semsagt góð mynd í næstum alla staði mæli með henni.
Snake Eyes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eg er bara als ekki sammála þessu fólki sem skrifað hefur um þessa mynd á undan mer.
þetta er fínasta spennumynd sem á alveg skilið þrjár stjörnur, leikarrarnir standa sig bara með príði þó að gary Sinis stendur upp úr.
Eg mæli með þessari mynd sem vilja fá góðan söguþráð og smá spennu.
Frábær mynd á sunnudegi eftir djammið daginn á undann.
Einnig vil eg benda á það að kvikmyndatakann er alveg stórkostleg í þessari og mjög vel útfærð.
Duplex
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Duplex er bara fínasta gamanmynd.
Allir leikarrarnir standa sig með príði en það er nú samt hún Eileen Essel sem stendur upp úr.
Eg mæli með þessari mynd fyrir alla sem ætla að skemmta sér áður en þau fara í party eða hafa bara hreynt ekki neitt við tíman sinn að gera. Það eru margir góðir brandarar herna þó að það eru þó nokkrir inn á milli sem missa marks.
En í heildinni litið er þetta eins og eg nefndi áðan bara fínasta gamanmynd.
Das Boot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eg tek það strax fram að DAS BOOT er besta kafbátamynd sem eg hef séð wolfgang petersen leykstyrir henni með prýði og er hún mjög vel leikinn. Spennan í kafbátnum er magnþrúnginn og mjög flott og vel gerð. Wolfgang petersen er með þeim bestum þýskum leikstjórum og sýnir manni í þessari mynd að flottar og góðar myndir þurfa ekki vera frá hollywood.
Eg vona bara að wolfgang geri góða hluti í myndinni troy sem verður örugglega alveg stórkostleg.
allavega á das boot alveg 3 1/2 stjörnur skilið (ástæðan því að hún fær ekki 4 er því að hún er svolítið lángdreginn á köflum).
Natural Born Killers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg hræðilega leiðinleg og innihaldslaus mynd sem eg mæli als ekki með. Hún varð bara svona vinsæl út af ofbeldinu (sem er miðað við myndir í dag ekkert rosalegt). þessi mynd á í raun enga stjörnu skilið en eg gef henni samt eina út af því að eg fíla leykstjórann og fyrirgef honum þennan hörmung.
Í raun er bara ekkert gott að sjá við þessa mynd lélegt handrit ílla leikinn leiðinleg, lángdreginn, hræðileg kvikmyndataka(sem maður fær höfuðverk af) og bara léleg í alla staði. Þannig að eins og eg sagði áðan mæli eg ekki með því að fólk fari að eyða pening í þetta drasl.
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já eg skellti mer á þessa mynd og tek það strax fram að hún var míkill vonbrigði.
Handritið er hreint út sagt alveg glatað.
Margar alveg fáranlegar setningar í þessari mynd.
síðan var það ekki góð hugmynd að hafa svo margar hryllingsmyndapersónur í myndinni, myndin virkaði bara of hlaðinn.
Síðan fanst mer líka að myndinn hefði frekar átt að vera meiri hryllingsmynd. það vantaði t.d allt blóð í hana eg meina að hafa hasarmynd alveg blóðlausa virkar bara ekki. Samt er þessi mynd betri en the Mummy returns sem er algjör hörmungur. Eg vona bara að stephen sommers geri ekki fleiri myndir og sérstaklega hætti að skrifa handrit hann er kannski ekki alveg eins slæmur og georg lucas samt sem handritsöfundur að vera liktur saman við georg lucas er frekar slæmt. allavega gef eg henni 2 1/2 fyrir góða skemmtun hún er líka alveg einstaklega flott og var öll tæknivinnslan frábær. Eg hef sjaldan skemmt mer eins vel í bíó sérstaklega því að eg hló í raun míkið af sénum sem áttu að vera rosalega alverlegar en út af þessu handriti voru þessar senur óviljandi fyndnar.
Kill Bill: Vol. 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já það virðist svo vera að eg er sá eini herna sem gefur þessari mynd minna en 4 stjörnur ;( .
En já eins og við mátti búast þá heldur Quentin Tarantino snilldini sinni í þessari mynd, þó að eg verð að segja að eg fílaði Kill Bill volume 1 betur en þessi seinni hluti.
Það eru margar aðstæður T,D ; þá voru fleiri og flottari bardagatriði í nr 1 síðan fanst mer nr 1 líka vera fyndnari en það er samt eitt sem kill bill vol.2 hefur sem nr 1 hefur ekki og það eru míkið betri sammtöl og persónusköpun.
En í raun á nú að líta á þetta sem eitt stórt meistaraverk.
Allavega mæli eg eindregið með þessari mynd hún er frábær í alla staði, og ætti ekki að svikja neinn. Enda hefur engin Tarantino mynd svikið mig hingað til alveg hreynt ótrulegt hvað þessi fyrirverandi vídeoleigugúru hefur gert stórkostlegar myndir, kemur altaf á óvart.
Takk fyrir tíman sem þið eyddu í það að lesa þessa grein.
PS: Tími er dýrmætur farið og gerið eithvað nytsamlegt með þessum litla tíma sem er eftir af þessari tilgángslauri æfi ykkar !!! ;/
The Terminator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Terminator er fín B - mynda hasarmynd en gallin hennar er að hún endist bara als ekki vel, það sést greinilega að tímans tönn er búinn að naga rækilega í Tortímanum.
En samt sem áður er þetta algjör classic og á stórt hrós skilið fyrir það.
Síðan startaði Terminator og Die Hard nýtt tímabill í hasarmyndagerð.
Og hefði terminator 1 aldrei verið gerð hefðum við aldrei fengið eina bestu hasarmynd allra tíma (Terminator 2).
Enn samt sem áður verð eg að segja að terminator er ofmetin mynd.
Leikur Linda Kamilton er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og Arnold Schwarzenegger er algjörlega mállaus enda talaði hann enga ensku á þessum tíma. Eini Leikarinn sem stendur uppúr er Micheal Biehn.
Ég held að þrjár stjörnur séu mjög réttlaut dóma fyrir tortímandann.
I´ll Be Back
Glory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vægast sagt mjög góð mynd sem er mjög sorgleg.
Denzel Whashington vakti mikla athygli með einstaklegan góðan leik sinn í Glory. En það er ekki bara hann sem dregur athygli að þessari mynd. Myndinn er öll mjög vel skrifuð og útfærð og mæli eg hiklaust með henni.
The Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já þá er bara komið að The Game.
Ok Persónulega held eg mjög míkið upp á leikstjórann David fincher og eg fyrirgef honum fyrir þessa mynd.
Myndinn fjallar um mann sem verður fyrir ólýsanlegri ólukku.
En undir lok kemur eithvað alt annað í ljós.
Það er nefnilega það að endirinn var bara alt of míkill og bara hreint út sagt alveg fáranlegur.
En eins og eg sagði áðan þá held eg míkið upp á leikstjórann og fyrirgef honum þessa mynd, sem er alveg fín afþreying en ekkert meira en það.
House of Sand and Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jájá eg brá mer nú áðan á sérstaka forsýningu á House of sand and fog og verð að segja að hún er mjög góð.
Áður en eg fór á þessa mynd vissi eg nú voða fátt um hana en eg vissi að hún hafði fengið góða dóma víðsvegar út í heim.
Eg vil nú taka sérstaklega fram að þetta er mikið drama og að myndinn er mjög hæggeng og lengi að koma sér á stað, einig vil eg taka fram að hún er mjög þúng, og sorgleg.
Hún er einstaklega vel leikinn sérstaklega af henni fögru jennifer Connelly (sem við sáum fyrir stuttu í Hulk) og Ben Kingsley (Ghandi og Sexy Beast).
Það kom mer nú mjög á óvart hvað hann ben kingsley lék alveg einstaklega vel, greinilega í topformi upp á síðkasti einig hefur hún Jennifer aldrei brugðist mer með leikinn sinn en þetta er bara besta myndinn hennar síðan Requiem for a dream.
helstu gallar myndarinnar eru að hún er of löng sérstaklega lokinn er mjög teigður og skilur eftir sér mjög skrítið eftirbragð.
en eg mæli nú samt með þessari mynd því að allir þeir sem fýla dramamyndir um fólk eiga eftir að elska þessa.
Síðan er svo lítið um svoleis myndir í bíó.
Þannig að þetta er góð mynd og maður á ekki eftir að sjá eftir því að hafa séð hana eins og margar aðrar myndir nú til dags.
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tim Burton hefur engu gleymt (fyrir utan Planet of the apes sem var ekkert sérstök) og kemur hér nyjasta mynd hanns Big Fish.
En hér er um mjög skemtilega mynd að ræða.
Frábærar tæknibrellur góður leikur og gott handrit svona á þetta að vera.
Æðisleg tónlist eftir danny elfman sem á skilið hinn heitþráða Óskar.
Öll myndin er fagmannlega unnin og kom mer á óvart að hún skuli ekki vera tilnefnd til fleiri óskarsverðlauna en bara fyrir bestu tónlist.
Mæli semsagt með henni og hlakka til þángað hún kemur út á DVD.
Aliens
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg ótrulegt hvað James cameron tókst að gera hérna alveg ótrulega góð mynd sem á skilið að fá titillin besta framhaldsmynd ever.
Leiktjöldinn og tæknibrellurnar standast tímans tönn og mæli eg eindreigið með þessari mynd.
Þótt hún nái ekki alveg nr.1 er þessi mynd sem fjallar um hóp af sérsveita mönnum um Ellen Ripley sem fer á heimaplánetu geimverunar til þess að kanna sambandsleysi við íbúana þar.
Eins og eg sagði þá get eg ekki hrósað þessari mynd nógu míkið fyrir að vera ein af bestum geimvísindamyndum allra.
Alien³
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrulegt að kvikmyndir.is skuli gefa alien 3 bara 2 1/2 stjörnur.
Þessi mynd var alveg mögnuð vel leikinn enda megnið af leikurum breskir sérstaklega lék charles Dance frábærlega (sjáðið hann í last Action hero).
Þó að þessi mynd er ekki fyrir alla því hún er mjög drungaleg og dimm frekar þúnglýndisleg en altaf spennandi þótt að hún er mjög góð þá nær hún ekki alveg klassanum af nr 1 og 2.
Mæli samt ítrekið með henni þið eigið svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir því að sjá hana.
Ef þið viljið magnþrúgna spennu og smá hrílling.
Alien
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta geimmynd allra tíma.
Eg verð bara að hrósa Ridley Scott fyrir afbragðs leikstjórn.
Þessi mynd var upphaf allra geimhryllingsmynda.
Enginn mynd sem eg hef nokkurn tíma séð og það eru ekki fáar koma nálægt þessari snilld.
Skildueign í DVD safnið.
Allar fjórar alien myndirnar eru frábærar enginn eins góð og þessi samt.
Ótrulega spennandi og aldrei lángdreginn.
Mæli Potþétt með þessari.
Cherry Falls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrulega slöpp mynd sem á ekki skilið að verða sínd í bíó. Ílla leikinn lélegt handrit og bara öll áferðinn er léleg með sama pening og þessi mynd var gerð hefði maður getað gert eithvað mun betra.
mæli als ekki með þessari mynd, tímasóun dauðans.
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
First og fremst vil ég segja að þessi mynd er alveg svakalega róleg en sammt mjög átakanleg. Mjög vel uppbyggð og frábærlega vel leikin. Sérstaklega var það Sean Penn sem stóð sig stórkostlega vel eins og mátti búast enda frábær leikari. Hiklaust gef ég þessari mynd þrjár og hálfa stjörnur. Sjaldan sér maður nú til dags svona góðar myndir í bíó þessa dagana, Clint Eastwood virkilega lagði sig fram með þessari og á skilið einhverskonar leikstjórnarverðlaun. Ég hvet alla til að skella sér á þessa mikilfengnu sakamálamynd.
Indiana Jones and the Last Crusade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Algjör snilld.
Harrison ford stendur sig alveg príðilega og sean conery er líka alveg frábær.
Það skemtilega er að hún gerist á tímum Nasista.
Hún er bara frábær í alla staði og verð eg líka hrósa því að það var mjög lítið um tölvubrellur á þessum tíma þegar þessi mynd var gerð samt sem áður voru alveg ótrulega flott atriði í henni.
Það fer bara alveg rosalega í taugarnar á mér að það er verið að ofnota tölvubrellur eins og í Star wars 2.
Eg gef þessari alveg hiklaust 31/2 stjórnur.
Besta Æfintyra mynd allra tíma.
True Lies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd Arnolds (með Terminator2) að mínu mati.
Rosalega fýndin og frábær hasar atriði (sérstaklega klósetatriðið var minnistæt).
Semsagt frábær mýnd sem allir hafa gaman af.
Bill Paxton stal öllum sénonum.
Bloody Sunday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg ótrúlega mögnuð mynd og raunveruleg. Fjallar á mjög trúverðugan og hlutlausan hátt um Blóðuga Sunnudaginn 1972 í Derry á Norður-Írlandi, þegar breskir hermenn skutu til bana 13 óbreytta borgara í friðsamlegri mótmælagöngu mannréttindasamtaka. Myndin er laus við óþarfa væmni, aðeins hnitmiðuð og dramatísk. Athyglisvert að myndin er gerð af Bretum og með þátttöku fyrrv. hermanna sem gengdu herþjónustu á Norður-Írlandi. Það vantar sárlega fleiri svona hágæða myndir í bíó um efni sem skiptir máli. Kvikmyndatakan er í anda Saving Private Ryan í fréttamyndastíl, maður er eiginlega eins og þátttakandi í atburðunum. Leikararnir eru allir framúrskarandi. Hiklaust fjögurra stjarna mynd!