Nær ekki alveg væntingunum
American Graffiti er mjög fræg mynd fyrir að hafa getað skemmt unglingum í marga áratugi. Mér finnst hún ekki hafa verið jafn skemmtileg og maður bjóst við. Hún var mjög fræg fyrir að ...
Öllum leyfðSumarið 1962 er á enda í litlum bæ í suður Karólínu. Þetta er kvöldið áður en bestu vinirnir, nýútskrifaðir úr miðskóla, Curt Henderson og Steve Bolander, ætla að fara úr bænum og fara í menntaskóla í austurhluta Bandaríkjanna. Curt, sem fékk góðan skólastyrk, er almennt talinn vera mikil vonarstjarna. En Curt er farinn að efastum það hvort hann vilji fara úr bænum, sem Steve sér í raun sem algjörlega vonlausan. Þegar Curt sér fallega ljósku í T-Bird bíl, sem sendir honum ástarkveðju með munninum, þá styrkist hann enn frekar í trúnni um að hætta við að fara í burtu úr bænum. Á meðan Curt reynir að finna stelpuna og reynir að skilja sig frá vinahópnum sem hálfpartinn heldur honum í gíslingu, þá þarf hann að ákvðeða hvað hann ætlar sér í næstu framtíð. Fráfarandi bekkjarforseti, Steve, vill hinsvegar fara sem fyrst, þrátt fyrir að hann þurfi að skilja kærustuna, klappstýruna og systur Curt, Laurie Henderson, eftir heima. Steve og Laurie eyða ein kvöldi í að semja um stöðu sambands þeirra. Á sama tíma eru tveir vinir þeirra á rúntinum í bænum. Steve hefur beðið hinn rólynda Terry "Toad" Fields, að líta eftir bíl sínum á meðan hann er í burtu. Bíllinn gefur Toad mikið sjálfstraust sem hann notar til að heilla Debbie Dunham, lífsreyndari stúlku en hann er, sem hann allajafna ætti ekki séns í að ná í. Og John Milner, sem er álitinn konungur götukappakstursins, reynir að losa sig við hina bráðþroska Carol Morrison, sem er farþegi í bíl hans, á sama tíma og hann þarf að eiga við hinn frakka Bob Falfa.


American Graffiti er mjög fræg mynd fyrir að hafa getað skemmt unglingum í marga áratugi. Mér finnst hún ekki hafa verið jafn skemmtileg og maður bjóst við. Hún var mjög fræg fyrir að ...
Stórkostlegur óður til sjöunda áratugarins, tryllitækja, túberaðra gella, rokktónlistarinnar sígildu, rúntsins og ástarbragða í aftursætum. Höfðar til unglinga á öllum aldri. Stemmn...
Þessi mynd er algjör perla og maður getur horft á hana aftur og aftur. American Graffiti fjallar um hóp ungmenna, á árunum þegar rúnturinn var upp á sitt besta og enginn var maður með mön...