Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck næsta laugardag þann 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís.
Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman sjónlist og tónlist á persónulegan hátt ásamt áður óséðu myndefni, viðtölum við fjölskyldumeðlimi, vini og Courtney Love.
Fylgst er með yngri árum Cobain í Aberdeen allt fram að frægðartímabilinu en myndin gefur frábæra innsýn inn í líf listamannsins og umhverfi hans. Það tók Morgen 8 ára að gera myndina og lét Love af hendi öll þau gögn sem Cobain skildi eftir sig. Þar á meðal nokkur hundruð hljómsnældur úr einkasafni tónlistarmannsins sem ekki hafði verið farið yfir frá því hann lést.
Myndin er sú fyrsta í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð 1400 kr. Hin frábæra hljómsveit Pink Street Boys kemur fram í Bíó Paradís eftir sýningu myndarinnar.