Emma Watson í staðinn fyrir of gamla Scarlett

Harry Potter stjarnan Emma Watson hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Napoleon and Betsy og kemur hún í staðinn fyrir enga aðra en Scarlett Johansson, sem dró sig úr hlutverkinu vegna þess að hún var of gömul fyrir það! Watson er 18 ára á meðan Johansson er 23 ára.

Þetta mun vera fyrsta stórmynd hnátunnar sem fjallar ekki um galdramanninn unga, en í þessari mynd leikur hún Betsy Balcombe, unga hefðarfrú sem er föst á lítilli afskekktri breskri eyju þar sem hún hittir fyrir Napoleon og verður ástfangin af honum.

Þó svo að Johansson leiki ekki í myndinni þá er hún enn ein af framleiðundunum og vonast aðstandendur myndarinnar eftir því að tökur hefjist í haust. Benjamin Ross leikstýrir og skrifar einnig handritið.