Sony Pictures Animation hefur keypt réttinn á að gera bíómynd um broskalla, eða svokallað Emoji, sem margir þekkja úr símanum sínum og eða af netinu.
Þrjú kvikmyndaver börðust um réttinn til að gera bíómynd um þessi fyrirbæri, sem upphaflega voru hönnuð til að bæta við sem sætum skilaboðum í textaskilaboð.
Margir undrast samninginn, sem sagt er að hljóði upp á einhverjar milljónir Bandaríkjadala, þar sem, ólíkt Lego myndinni vinsælu sem frumsýnd var í fyrra, byggist ekki neinu einu einkaleyfi.
Broskallarnir voru upphaflega búnir til í Japan á tíunda áratug síðustu aldar, og hafa síðan þá þróast úr einföldu brosi eða fýlu, yfir í nær allar tegundir tilfinninga.
Handrit myndarinnar mun Eric Siegel skrifa ásamt Anthony Leondis, leikstjóra Kung Fu Panda: Secrets of the Masters og B.O.O.: Bureau Of Otherworldly Operations, sem væntanleg er í bíó með Bill Murray og Melissa McCarthy í helstu hlutverkum.
Notast verður við broskalla sem notaðir eru af Apple, en þar má finna 93 mismunandi einstaka kalla, 15 fjögurra manna hópa, 10 hamingjusöm pör og sjö ketti.
Hægt er að lesa meira á vef Telegraph.