Þessa kvikmynd hafa ekki margir séð. Tók mig langann tíma að finna hana. En hún heitir Salt og er frá árinu 2003. Leikstjóri er að sjálfsögðu Bradley Rust Gray. Í þessu atriði eru það Hildur (Brynja Þóra Guðnadóttir) og Svava (Melkorka Huldudóttir) sem fara með Agga (Davíð Örn Halldórsson) út í kaffipásu að dansa. Myndin er öll hálf skrítin, helmingurinn er tekin upp af öðrum persónum eins og eitthvað home video, og hinn helmingurinn er eitthvað á svipuðum nótum með myndavélina út um allt. En þá er ekki eftir neinu að bíða, kíkið bara á þetta.
Í næstu viku færum við ykkur svo atriði úr 79 af stöðinni.
Atriði síðustu þrjár vikur: Útlaginn, Skilaboð til Söndru, Skýjahöllin, meira.

