Breski leikstjórinn Corin Hardy segir að vinna við endurgerð The Crow sem kom út 1994 hefjist líklega að nýju snemma á næsta ári.
Hardy var á fullu að undirbúa gerð myndarinnar í sumar þegar henni var frestað vegna gjaldþrots Relativity, fyrirtækisins ætlaði að framleiða myndina.
„The Crow verður gerð,“ sagði Hardy við Entertainment Weekly. „Ég ætla að gera hana! Við vorum byrjuð á henni og það gekk mjög vel þangað til vandræðin með Relativity gerðust. En ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Við erum öll að bíða eftir að geta hafið störf að nýju,“ sagði hann.
Hardy staðfesti einnig að hann eigi eftir að ráða í aðalhlutverkið. Jack Houston úr Boardwalk Empire átti að sjá um það en varð að hætta við þegar myndinni var frestað.
The Hallow, frumraun Hardy á hvíta tjaldinu, verður frumsýnd á næstu dögum. Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr henni.