Godfather leikarinn Abe Vigoda, sem smellpassaði í hlutverk mafíósa í hinni goðsagnakenndu bíómynd, er látinn, 94 ára að aldri.
Vigoda lést í svefni á heimili sínu í Woodland Park í New Jersey í Bandaríkjunum. Dánarorsök var elli. „Þessi maður var aldrei veikur,“ sagði dóttir hans, Carol Vigoda Fuchs við AP fréttastofuna.
Vigoda lék ýmis hlutverk í leikhúsum í New York og í sjónvarpi, þar til Francis Ford Coppola réði hann í Óskarsverðlaunamyndina The Godfather frá árinu 1972.
Vigoda lék Sal Tessio, gamlan vin Vito Corleone, sem Marlon Brando lék, sem gerði sér vonir um að taka völdin í Corleone fjölskyldunni eftir andlát Vito og morð á syni hans Michael Corleone, sem Al Pacino lék. En Michael fékk hugboð um að tillaga Sal um friðarfund glæpafjölskyldnanna yrði fyrirsát, snýr atburðarásinni sér í hag og myrðir Sal.
Velgengni myndarinnar og þeirra næstu, The Godfather Part II gerðu andlit hans og rödd, vel þekkt meðal almennings, og hann fékk fjölda hlutverka í kjölfarið, og þá gjarnan hlutverk illmenna.
En mestu viðurkenninguna fékk hann líklega fyrir gamanhlutverk í þáttunum Barney Miller, sem hann lék í 1975 – 1982.
Vigoda kvæntist tvisvar, síðast Beatrice Schy, sem lést 1992. Hann lætur eftir sig dóttur, þrjú barnabörn og einn langafason.
Endursýningar á Barney Miller og sýningar á Godfather myndunum í gegnum árin hafa viðhaldið frægð Vigoda, og hann naut sviðsljóssins.