Bandaríski fjölbragðaglímukappinn John Cena, sem allir sem séð hafa gamanmyndirnar Trainwreck og Sisters ættu að kannast við, John Cena, hefur skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Leftfield Entertainment ( LFE ) um gerð ýmissa sjónvarpsþátta fyrir sjónvarp og stafræna miðla.
Í myndinni hér að neðan er hann í rúminu með Amy Schumer í Trainwreck, en þar lék hann einn af kærustum hennar.
Um er að ræða áframhald samvinnu Cena og fyrirtækisins, en Cena er aðalleikari og framleiðandi raunveruleikaþáttanna American Grit sem sýndir eru á Fox sjónvarpsstöðinni, en í þeim keppa 16 hraustustu menn og konur Bandaríkjanna í einhversskonar herþjálfun. Verðlaunafé er ein milljón Bandaríkjadalir.
Verkefnið sem Cena og LFE ætla að vinna saman verða meðal annars á sviði fasteigna og bygginga, auk annarra þátta fyrir bæði kynin .
„Hvort sem ég er í hringum fyrir WWE ( World Wrestling Entertainment ) eða í sjónvarpi eða að leika í kvikmynd, þá nálgast ég alla hluti eins – einbeittur og 100% í verkefninu.“
Cena hefur verið ein helsta stjarna WWE fjölbragðaglímunnar í um tvo áratugi.