Fyrsta mynd af Peter Serafinowicz í hlutverki sínu sem ofurhetjan The Tick hefur verið birt, en væntanlegir eru sjónvarpsþættir um hetjuna á Amazon streymisveitunni. Höfundur Tick er Ben Edlund, en teiknimyndaþættir um Tick komu fyrst í sjónvarpið árið 1994.
Í þessari nýju útgáfu af sögunni þá er aðstoðarmaður Tick, Arthur Everest, leikinn af Griffin Newman, sannfærður um að borgin sé undir stjórn alheims ofurþorpara, sem allir halda að sé dauður. En hvað á vesæll endurskoðandi að gera þegar allir í kringum hann halda að hann sé sturlaður? Hann þarf að fá hjálp frá The Tick, einkennilegri blárri ofurhetju, sem þjáist af minnisleysi.
Myndin gerist í heimi þar sem ofurhetjur eru við hvert fótmál, en aðrir leikarar eru m.a. Jackie Earle Haley, Valorie Curry og Brendan Hines.
Prufuþáttur af The Tick verður sýndur á Amazon 19. ágúst nk. en þá geta áhorfendur kosið um þessa og fleiri þætti.
Sjáðu myndina af The Tick hér fyrir neðan: