Hér á Kvikmyndir.is er hægt að nálgast Gerð myndarinnar Kung Fu Panda. Þátturinn er um 50 mínútur að lengd og fer frá A til Ö yfir ferlið sem kvikmyndin fór í gegnum á ansi skemmtilegan hátt. Myndin er ein af stærsta teiknimynd ársins 2008.
Kung Fu Panda fjallar um pönduna Po sem verður að læra kung fu og slást í hóp með öðrum bardagaköppum til að stoppa illa stríðsherrann Tai Lung. Eini gallinn er að pandan er rosalega feit, löt og vinnur hjá núðlufyrirtæki föður síns. Margir stórleikarar eru í myndinni eins og t.d. Jack Black, Angelina Jolie, Lucy Liu, Seth Rogen og Dustin Hoffman.
Athugið að gerð myndarinnar er aðeins hægt að sjá hér á Kvikmyndir.is, þetta er ekki aðgengilegt á öðrum vefjum, þ.m.t. erlendum.
Myndbrotið má nálgast með því að skoða undirsíðu myndarinnar á Kvikmyndir.is, eða einfaldlega með því að ýta hér!
Myndin verður frumsýnd á Íslandi 2.júlí
Myndbandið má einnig sjá á forsíðunni hjá okkur um óákveðinn tíma

