Bíótal hamrar Indiana Jones 4

Nýjasta Bíótalið er komið í hús, en Bíótal er þáttur á vegum Kvikmyndir.is sem skartar þeim Sindra Gretarssyni og Tómasi Valgeirssyni í aðalhlutverkum. Bíótal tekur fyrir heitustu myndirnar í bíó og rýnir þær á aðgengilegan máta – heimasíða Bíótals er kvikmyndir.is/biotal

Nú taka þeir félagar fyrir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, mynd sem hefur fengið yfir höfuð ágætis dóma, sem hafa þó farið í neikvæðari áttina eftir því sem dagarnir líða frá frumsýningu. Eitthvað eru Íslendingar sáttari með hana, því að íslenskir gagnrýnendur hafa keppst við að sprengja skalann þegar kemur að þessari mynd.

Bíótalsmenn eru ekki jafnsáttir með hana – reyndar hrauna þeir yfir hana á myndum og segja hana hreint út sagt ekki góða mynd. Áður en lesendur þessarar fréttar hringja á vælubílinn á spjallborðum landsins þá hvet ég þá til að horfa fyrst á þessa rýni því dómurinn er vel rökstuddur. Þetta er klárlega eitthvað sem hinn almenni kvikmyndaáhugamaður á ekki að láta framhjá sér fara – kíkið á kvikmyndir.is/biotal og horfið á nýjustu rýnina, og líklega þá neikvæðustu, á heitustu mynd landsins.