Markaðsherferðin fyrir næstu Batman myndina, The Dark Knight er greinilega komin á fullt því núna er kappinn byrjaður að leika í got milk? auglýsingunum sem eru gríðarlega frægar útum allan heim.
Einnig er hægt að láta teikna sig inní Batman myndasögubók, með því að taka þátt í leik á mjólkurheimasíðunni hans Batman sem má finna hér. Þar er líka fullt af skemmtilegu dóti, msn display myndum, bakgrunnum og mikið fleira.
Mjólkurauglýsingin got milk? má sjá hér beint fyrir neðan (takið eftir mjólkurskegginu)


