Tatum O’Neal reykir krakk

Rescue Me leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Tatum O’Neal hefur verið sleppt úr haldi fyrir vörslu á eiturlyfinu crack-cocain, eða „krakk“ á íslensku. Hún hefur lengi barist við eiturlyfjaneyslu sína en nú hefur botninum verið náð. Á henni fundust tveir pokar af kókaíni tilbúið til neyslu.

O’Neal var þreytuleg en sagði lítið þegar hún var ákærð fyrir vörslu fíkniefnanna. Hún neitaði dómi sem hefði skyldað hana til að fara í tveggja daga meðferð og valdi frekar þann kost að játa sig seka fyrir ósæmilega hegðun og var skipað að mæta fyrir rétt í næsta mánuði.

Fyrir þá sem ekki vita þá fékk hún óskarinn sem besta aukaleikkona árið 1973 fyrir hlutverk sitt í myndinni Paper Moon og má því segja að hún sé enn ein fallna barnastjarnan. Hún hafði þó rifið sig upp á síðustu árum, m.a. með hlutverki sínu sem fyllibyttan og kynlífsfýkillinn Maggie í Rescue Me, þætti sem undirritaður veit að margir Íslendingar höfðu gaman af þegar hann var á skjánum.

Tatum O'Neal reykir krakk

Rescue Me leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Tatum O’Neal hefur verið sleppt úr haldi fyrir vörslu á eiturlyfinu crack-cocain, eða „krakk“ á íslensku. Hún hefur lengi barist við eiturlyfjaneyslu sína en nú hefur botninum verið náð. Á henni fundust tveir pokar af kókaíni tilbúið til neyslu.

O’Neal var þreytuleg en sagði lítið þegar hún var ákærð fyrir vörslu fíkniefnanna. Hún neitaði dómi sem hefði skyldað hana til að fara í tveggja daga meðferð og valdi frekar þann kost að játa sig seka fyrir ósæmilega hegðun og var skipað að mæta fyrir rétt í næsta mánuði.

Fyrir þá sem ekki vita þá fékk hún óskarinn sem besta aukaleikkona árið 1973 fyrir hlutverk sitt í myndinni Paper Moon og má því segja að hún sé enn ein fallna barnastjarnan. Hún hafði þó rifið sig upp á síðustu árum, m.a. með hlutverki sínu sem fyllibyttan og kynlífsfýkillinn Maggie í Rescue Me, þætti sem undirritaður veit að margir Íslendingar höfðu gaman af þegar hann var á skjánum.