Okkur barst í hendur gerð myndarinnar Speed Racer, en þetta er um 48 mínútna mynd sem sýnir frá A til Ö hvernig myndin var gerð (ásamt viðtölum og fleiru), og er must-see fyrir þá sem elska að skyggnast á bakvið tjöldin.
Myndbandið byrjar eftir 1 mínútu þannig að spólið áfram yfir byrjunina. Við byrjum á því að sjá alla trailerana, atriði, síðan viðtöl við leikara ásamt því að kíkja á bakvið tjöldin.
1.-11. mínúta: Trailerar og löng myndbrot ásamt atriðum úr Speed Racer.
11.-31. mínúta: Viðtöl við leikara, m.a. Emile Hirsch, Susan Sarandon, Christina Ricci og fleiri.
32.-48. mínúta: Á bakvið tjöldin, við sjáum hvernig tökurnar fara fram og hvernig myndin er hreinlega öll tekin upp í green screen! Frekar nett.
Myndefnið er hægt að sjá fyrst um sinn á forsíðunni okkar, eða með því að kíkja á undirsíðu myndarinnar á Kvikmyndir.is
Athugið að þetta myndefni er aðeins hægt að sjá á Kvikmyndir.is!

