Wanted fær framhald

Áður en Wanted er frumsýnd hér á klakanum (hún verður frumsýnd á fimmtudaginn) þá er strax búið að bóka Wanted 2. Mark Millar er höfundur myndasagnanna sem Wanted er gerð eftir, er strax kominn með egóið uppí hæstu hæðir.

„Það er strax byrjað að plana Wanted 2 og þeir eru nú þegar búnir að spyrja mig um leiðir til að koma myndasögunum á hvíta tjaldið í annað sinn. Það sem ræður þessu er hvernig myndinni gengur um helgina þegar hún verður frumsýnd, en við vitum öll að hún á eftir að moka inn milljónunum“ sagði Mark Millar.

Þessi síðasta setning er nokkur bjartsýni, þar sem myndin opnarí Bandaríkjunum sömu helgi og næsta mynd Pixar, Wall-E.

Mitt álit:
Mark Millar verður virkilega að skrúfa niður í egóinu sínu, ég trúi því varla að hann láti svona hluti útúr sér eins og hann viti að myndin eigi eftir að hlaða inn milljónunum. Hins vegar gæti verið spennandi að sjá framhald að þessari mynd, sérstaklega þar sem Wanted lofar góðu.