Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wanted 2008

Justwatch

Frumsýnd: 26. júní 2008

Choose your destiny.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Wesley (James McAvoy) lifði frekar óspennandi lífi. Svo kynntist hann þokkagyðjunni Fox (Angelina Jolie). Hún kemur Wesley inn í leynifélagið sem faðir hans tilheyrði áður en hann var myrtur. Meðlimir félagsins fylgja ævafornri hefð sem gengur út á að framfylgja dauðadómi örlaganornanna. Fox og yfirmaður hennar Sloan (Morgan Freeman) þjálfa Wes til þess... Lesa meira

Wesley (James McAvoy) lifði frekar óspennandi lífi. Svo kynntist hann þokkagyðjunni Fox (Angelina Jolie). Hún kemur Wesley inn í leynifélagið sem faðir hans tilheyrði áður en hann var myrtur. Meðlimir félagsins fylgja ævafornri hefð sem gengur út á að framfylgja dauðadómi örlaganornanna. Fox og yfirmaður hennar Sloan (Morgan Freeman) þjálfa Wes til þess að feta í fótspor föður síns.... minna

Aðalleikarar

Enn ein bandarísk hasarmynd?

Wanted? James McAvoy, Angelina Jolie og Morgan Freeman, plús alveg mjög svo ófrumlegt dvd-hulstur.. Þegar ég stóð fyrir framan þessa mjög svo óaðlaðandi mynd í aumri vídeóleigu Lindahverfisins var ég búin að ákveða söguþráðinn áður en ég las aftan á hulstrinu. Jæja, án þess að vita nokkuð um hvað þessi mynd fjallaði ég um, borgaði ég 600 krónurnar og dreif mig heim til þess að sofna yfir enn einum amerískum hasarnum. Mikið er ég glöð að ég var eins vitlaus og maður ætti í raun ekki að vera; Þessi mynd er mjög kúl og ég mæli einnig hiklaust með henni!

Þessi mynd sló mig alveg út af laginu, því hún var mjög góð og ein af þessum myndum sem að virkilega pullar hraðann og nýjungatækni byssugeirans. Byrjunin minnti mig mikið á Fight Club, hvernig McAvoy nær alveg þessum ‘given-up, loser tone’ sem einkennir Norton í þeirri mynd. Venjulegur endurskoðandi, eða hvaða lousy vinnu hann vann nú við, breytist líf hans Wesley Gibson snögglega þegar honum er tilkynnt af dularfullri konu, Fox að faðir hans hafi verið myrtur og hann væri í raun fæddur drápari, og hans örlög séu að ganga í bræðrafélag sem gengu út á það að drepa fyrirfram ákveðið fólk af örlögunum sjálfum. Hann byrjar stranga þjálfun með einum höfuðtilgangi; að finna morðingja föður síns og drepa hann. Mun honum takast það?

Mér finnst mjög gaman að spá fyrir um endi mynda eftir fyrstu fimm mínúturnar og Wanted var engin undantekning. Ég spáði.. og hafði rangt fyrir mér. Myndin tók allt öðruvísi stefnu heldur en ég hafði getað trúað.. High-rated eða ekki, ég gef þessari mynd 8 af 10 mögulegum einfaldlega vegna þess hversu mikið hún kom mér á óvart.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wanted rekur sögu Wesley(James McAvoy) nokkurs, sem segir skilið við fyrra líf sitt til að ganga til liðs við nokkurs konar morðingjafélag gegn því loforði að fá að hefna föður síns. Það er óhætt að segja að Wanted byrjar vægast sagt mjög vel og hélt ég meira að segja að þetta væri frábær mynd en ég verð að vera sammála Tomma með að miðkaflinn fer alveg í köku. Wanted byrjar sem steiktur þriller en síðan er eins og handritshöfundinum hafi skortað hugmyndir. Samt sem áður nær myndin sér aftur á strik með mjög flottum endi og smellnu lokaatriði. James McAvoy er þokkalegur en þessi persónubreyting hans hér finnst mér hálf ósannfærandi. Morgan Freeman er sniðinn í hlutverk sitt hér sem liðsstjóri morðingjafélagsins(veit ekki hvort það sé rétt orðað, kalla það bara það...) en Angelina Jolie er að mínu mati sú sem skarar mest fram úr í myndinni. Hún leikur drápskvendi og gerir það svo sannarlega vel. Wanted er ágætt bíó, miðkaflinn er að vísu slappur en hún er áhorfsins verð. Ég segi tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ýkt en brútal ræma sem gegnir hlutverki sínu
Þegar ég sá fyrst trailerinn fannst mér myndin virka eins og skólabókadæmi um Matrix rip-off, og oftast hafa þær stælingar verið frekar kjánalegar (UltraViolet, halló?). Hins vegar fór myndin að líta betur út þegar R-rated trailerarnir komu út og mér til mikillar ánægju er Wanted "alvöru" R-mynd. ÓJÁ!

Ég hika ekki við að segja að þetta verði með öllum líkindum harðasta og blóðugasta hasarmynd sumarsins. Myndin er keyrð af miklu ofbeldi og í raun býsna skemmtilegri sögu. Handritið hefur kannski fremur hefðbundinn strúktúr, en myndin kemst alveg ljómandi vel upp með það að vera tiltölulega langt frá amerískum klisjum.

Leikararnir eru hraustir og hasarinn í toppflokki þótt óraunhæfur sé. En... Annað en gamli, óraunsæi Indy hér fyrr á sumrinu, þá hefur Wanted mun meiri rétt á því að vera over-the-top og kjánaleg, því hún kryddar skemmtilegum töffaraskap inn í þetta, og hann virkar heldur aldrei of þvingaður (þið sjáið t.d. enga leðurgalla, sólgleraugu eða önnur svipuð element sem að þykjast vera svöl). Þar að auki fíla ég James McAvoy talsvert betur hér en hrukkótta Dr. Jones. Hah!

Angelina Jolie sýnir beran bossann á sér, sem er auðvitað hið besta mál. Morgan Freeman er sömuleiðis alltaf velkominn, hvort sem hann leikur í heilalausum hasar eða sorpi á borð við Evan Almighty. Maðurinn slær aldrei feilnótu og gerir hann ýmislegt af viti hér. Svo á hann alveg hreint glæsilega lokasetningu.

Wanted verður hins vegar svo mikið frenzy (afsakið þessar miskunarlausu slettur mínar) upp úr miðjuhlutanum að hún verður frekar áberandi stefnulaus. Hún pikkar sig vel upp nær lokin og maður áttar sig fljótt á því þá hvað myndin er að mörgu leyti ferskt eintak fyrir hasarmyndageirann ásamt því að vera voða (eins og áður kom fram) ó-amerísk (enda sami leikstjóri og gerði hina ómerkilegu Night Watch, og framhaldið sem ég aldrei sá). Fyrir vikið verð ég að credita myndina vel og niðurstaðan í lokin er hálfgerð blanda af feel-good þroskasögu, töffaraskap og brjálæði sem fer það langt yfir strikið að maður hefur e.t.v. enn meira gaman af því. Vissulega kemst það vel til skila hve óalvarlega myndin tekur sig, en til að njóta hennar verður áhorfandinn að átta sig á því líka.

Já, þetta er klárlega brjáluð mynd að öllu leyti og fyrir frekar daufan og klisjukenndan miðkafla ætti myndin í raun skilið 6 í einkunn, en fyrir bossann á Jolie og í raun frekar "öðruvísi" stíl og keyrslu leyfi ég henni að skríða upp í 7/10

Endilega tékkið á henni. Fyrir mitt leyti er þetta ein af betri afþreyingum sumarsins, og Ath. Ég fílaði The Incredible Hulk ekkert neitt brjálæðislega mikið og kannski er það áberandi en ég var ekkert heitur fyrir Indy heldur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.12.2023

Hluti af endurreisn Cage

Kvikmyndin Dream Scenario eftir Norðmanninn Kristoffer Borgli, 38 ára, átti upphaflega að vera með Adam Sandler í aðalhlutverkinu en ekki Nicolas Cage. „Á tímabili héldum við að við myndum gera þetta með Adam, en svo vegna ýmissa ástæðna æxlaðist það...

21.06.2020

Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta

Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr ...

16.04.2020

Britney vekur athygli með bíódómi

Söngkonan Britney Spears, einnig þekkt sem aðalleikkona kvikmyndarinnar Crossroads, hefur horft á óteljandi bíómyndir í sóttkvínni. Þetta sagði hún nýlega á Instagram-aðgangi sínum en þar hefur hún heldur betur komið...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn