Teiknimyndir sem listform eru ekki eingöngu barnaefni og er það með ólíkindum hvernig teiknimyndir úr æskunni geta mótað fullorðinsárin.
Sumir fella tár yfir bíómyndum, aðrir (því miður) ekki, en í Facebook-hópnum Fullorðins aðdáendur teiknimynda má finna ýmsa sem hafa margt til að mæla með sem togar í hjartaræturnar. Í líflegum þræði er spurt er um hvaða teiknimyndir aðrir í grúppunni fella tár eða gráta yfir, en kveikiþráður spyrjanda kom að nýloknu áhorfi á Toy Story 4.
Stóð aldeilis ekki á svörum fólks.
Hér eru þær myndir sem flestir voru sammála um hvað grátgildi varðar.
GRAVE OF THE FIREFLIES (1988)
„Alveg gríðarlega tragísk. Og hún er sjálfsævisöguleg,“ segir einn í hópnum.
„Ef þú kemst í gegnum Grave of the Fireflies með þurran vanga þá vantar eitthvað mikilvægt inn í þig,“ bætir annar við.
LILO & STITCH (2002)
THE LAND BEFORE TIME (1988)
AN AMERICAN TAIL (1986)
COCO (2017)
„Coco er mitt kryptonít,“ segir einn hress í hópnum.
„Ég sá ekki út um augun fyrir tárum.“
UP (2009)
WALL-E (2008)
THE LION KING (1994)
THE IRON GIANT (1999)
Í lýsingu Facebook-hópsins Fullorðins aðdáendur teiknimynda* (hópur sem Kvikmyndir.is mælir eindregið með) segir að einn tilgangur þessa hóps er að sýna dreifiaðilum kvikmynda á Íslandi að það sé til stór hópur fullorðinna aðdáenda teiknimynda sem vill sjá þær í bíó í þrívídd og tvívídd á frummáli á kvöldin.
*Ath rugla skal ekki umræddum hópi við Aðdáendur fullorðins teiknimynda, ef hann er þá til.
Hvaða teiknimyndir finnst þér vanta í þessa upptalningu?
Grát heyra!