Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) stóð fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna til að meta þau alvarlegu áhrif sem vírusinn hefur á starfsemi og afkomu kvikmyndagerðarmanna.
Könnunin var framkvæmd í formi spurningakönnunar á vefnum dagana 25. – 27. mars og svarendur voru alls 130. Um er að ræða fólk sem starfar á ýmsum sviðum innan kvikmyndagerðar. Þar af eru flestir starfandi í tækjadeild, framleiðsludeild, leikstjóradeild og eftirvinnsludeild. Mikill meirihluti svarenda er sjálfstætt starfandi, lausráðið fólk (freelance) og eigendur smærri fyrirtækja eða einyrkjar.
Niðurstöðurnar eru sláandi.
65% telja sig þurfa aðstoð strax
Nánast allir þátttakendur í könnuninni hafa á undanförnum átta vikum lent í því að verkefnum er frestað eða verkefnum er frestað eða hætt við þau. Um er að ræða innlend og erlend verkefni af ýmsum toga, s.s. leiknar myndir, heimildamyndir, seríur, auglýsingar, sjónvarpsefni af ýmsum toga o.s.frv.
60% svarenda telja sig ekki geta haldið starfi sínu gangandi lengur en í mánuð vegna tekjumissis í Covid19 faraldrinum.
47% telja að samningar (tekjur) muni lækka í kjölfar faraldursins, tæplega 37% til viðbótar eru óvissir um það.
53% telja sig munu finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku, 34% á innan við mánuði.
65% telja sig þurfa aðstoð strax eða innan mánaðar.
Hægt er að sjá niðurstöðurnar frá FK í heild sinni hér.